Erlent

Stunginn á útsölu IKEA í Lundúnum

Einn maður var stunginn og fimm fluttir á sjúkrahús eftir mikla ringulreið á opnunarútsölu IKEA í Lundúnum í gærkvöldi. Þúsundir manna voru mættar fyrir utan búðina laust fyrir miðnætti þegar opnað var. Auk fyrrgreindra afleiðinga hlutu tuttugu og tveir minni háttar meiðsli í kjölfar stympinga á opnunarútsölunni. Íslendingar erum ekki ókunnir slíkum látum og er skemmst að minnast mikillar ringulreiðar þegar verslunin ELKO var opnuð á Smáratorgi fyrir nokkrum árum. Til allrar hamingju hefur fólk þó ekki borið vopn við slík tilefni hérlendis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×