Erlent

Hermenn í Súdan sagðir veiða fíla

Veiðiþjófar í súdanska hernum hafa drepið þúsundir fíla og selt fílabeinin til Kína þar sem úr því eru gerðir matprjónar. Haft er eftir umhverfisverndarsinnanum Esmond Martin að vegna borgarastyrjaldarinnar í Súdan sé erfitt að meta hversu margir fílar hafi verið drepnir en fílum á svæðinu hefur fækkað úr um 133 þúsundum árið 1976 í um 40 þúsund 1992. Martin sagði á blaðamannafundi í Khartúm að rannsóknir hans sýndu svo ekki yrði um villst að það væri herinn sem bæri ábyrgð á þessu. Hann hefði öll vopn til að drepa fílana og sambönd til að koma beinunum í verð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×