Innlent

Lenti í ís og landaði í Hafnarfirð

Hafís, ískrapi og afspyrnuslæmt veður varð til þess að áhöfn frystitogarans Víðis EA varð frá að hverfa þegar hún ætlaði að landa afla sínum á Akureyri í fyrrakvöld. Togarinn var að koma af veiðum í Barentshafi með fullfermi af þorskflökum, alls 1220 tonn. Sigmundur Sigmundsson yfirstýrimaður sagði þá hafa lent í miklum ískrapa aðfaranótt sunnudags og skyggni hafi verið mjög slæmt en þá voru þeir staddir austur af Norðfjarðardýpi. Þegar skipið var statt um 200 sjómílur austur af Langanesi var veðrið orðið það slæmt að ákveðið var að fara suður í stað þess að berjast norðurfyrir. Sigmundur sagði að mikil ferð hefði verið á ísnum. Skipverjar urðu varir við önnur skip sem voru að basla við Langanesið og sum þeirra hafi einnig þurft frá að hverfa. Sigmundur segir þá aldrei hafa verið í hættu enda sé vel fylgst með á ískortum. Víðir var kominn til hafnar í Hafnarfirði klukkan hálf þrjú í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×