Erlent

Vill aðra rannsókn á Kúrsk

Rússneskur lögfræðingur hefur farið fram á það við Mannréttindadómstól Evrópu að slys kafbátsins Kúrsk, sem fórst árið 2000, verði rannsakað aftur þar sem fyrri rannsókn málsins hafi verið ábótavant. Rússneskir dómstólar höfnuðu því að taka málið upp aftur í desember í fyrra. Lögfræðingurinn er fulltrúi fjölskyldna 50 skipverja sem fórust með Kúrsk, en alls dóu 118 skipverjar í slysinu. Lögfræðingurinn er að gefa út bók þar sem hann heldur því fram að tugir skipverja hafi lifað í margar stundir eftir slysið án þess að rússneski flotinn hafi reynt að bjarga þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×