Erlent

Enginn hungurdauði á flóðasvæðum

Enginn þeirra sem lifðu af hamfarirnar við Indlandshaf fyrir tæpum mánuði mun deyja af völdum hungurs, fullyrðir Tony Banbury, yfirmaður matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. "Við munum koma mat til allra þeirra sem þess þarfnast," sagði hann eftir heimsókn í þorp á vesturströnd Indónesíu. Banbury segir að hjálparstarfsmenn hafi þurft að yfirstíga mikla erfiðleika til að koma matvælum til þurfandi fólks. Hann segir helsta verkefni matvælaaðstoðarinnar að koma fjölbreyttari mat til fólks, en margir hafa þurft að lifa á hrísgrjónum og núðlum svo vikum skiptir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×