Erlent

Kostnaður meiri en aflaverðmæti

Sænskur eftirlitsiðnaður með sjávarútvegi þar í landi er vaxinn sjávarútvegnum yfir höfuð þar sem hann kostar meira en sem nemur aflaverðmæti þeirra skipa sem verið er að fylgjast með. Þetta er niðurstaða sænskra blaða- og fréttamanna í Gautaborg sem könnuðu málið. Nú eru um það bil þúsund fiskimenn á sænskum bátum sem eru tólf metrar eða lengri, en fjöldi starfsmanna sem vinnur við stjórnun og eftirlit með þessum mönnum er kominn upp í 890. Kostnaður vegna þessara starfa er um 8,8 milljarðar íslenskra króna á ári, eða um hundrað milljónum meiri en aflaverðmæti skipanna sem þeir fylgjast með.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×