Þrettán ungar seldust strax 4. mars 2005 00:01 Ung kona á Álftanesi heldur óvenjuleg gæludýr, fimm fullorðnar rottur. Tvær þeirra felldu hugi saman og í fyllingu tímans fæddust 13 ungar. Þeir eru nýbúnir að opna augun og rétt svo farnir taka sín fyrstu skref í heiminum. Kristbjörg Sara Thorarensen, sem á rotturnar, flutti þær inn frá Danmörku í ágúst. Þær eru úr góðri ræktun, en víða um lönd hafa rottur lengi verið ræktaðar sem gæludýr og mikið vandað til þess. Gælurotturnar hafa þróast út frá þeim villtu í tímans rás og stofnarnir eru nú orðnir gjörólíkir. "Það er búið að rækta ýmsar tilhneigingar villtra dýra, svo sem grimmdina, úr þeim," sagði Kristbjörg Sara. "Það er margt svipað með þeim og hundum og annað sem svipar til katta. Þær þurfa til dæmis að kynnast fólki og samþykkja það áður en hægt er að taka þær upp. Þá þefa þær af viðkomandi og viðurkenna hann. Ég er með þær allar á gólfinu hjá mér núna. Ef ég kalla í þær þá koma þær þjótandi. Þær eru miklar félagsverur, skemmtilegar og forvitnar." Kristbjörg Sara sagði að það þurfi að gefa rottunum góðan tíma á degi hverjum. "Þær eru svo rosalega klárar, að þær þurfa talsverða örvun. Þess vegna er gott að hafa tvær saman, af sama kyni auðvitað, svo þær fái félagsskap hvor af annarri. Ég hleypi þeim út í klukkutíma, einn og hálfan á dag. Svo eru þær hlaupandi innan á mér og leika sér þegar ég er að horfa á sjónvarp." Rottukallarnir geta orðið um 600 grömm að þyngd, en kerlingarnar nær helmingi léttari. Rotturnar hafa skýra goggunarröð í sínum hópi. Kristbjörg Sara sagði það greinilegt hvaða rotta væri "svölust" og hefði forystuna fyrir hópnum. Þá væru rotturnar mjög ólíkar í sér. Hún sagði mikla eftirspurn eftir rottuungum, sem hún kvaðst selja á 2 - 3000 krónur stykkið. Hún hefði getað selt mun fleiri en þessa þrettán. Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Ung kona á Álftanesi heldur óvenjuleg gæludýr, fimm fullorðnar rottur. Tvær þeirra felldu hugi saman og í fyllingu tímans fæddust 13 ungar. Þeir eru nýbúnir að opna augun og rétt svo farnir taka sín fyrstu skref í heiminum. Kristbjörg Sara Thorarensen, sem á rotturnar, flutti þær inn frá Danmörku í ágúst. Þær eru úr góðri ræktun, en víða um lönd hafa rottur lengi verið ræktaðar sem gæludýr og mikið vandað til þess. Gælurotturnar hafa þróast út frá þeim villtu í tímans rás og stofnarnir eru nú orðnir gjörólíkir. "Það er búið að rækta ýmsar tilhneigingar villtra dýra, svo sem grimmdina, úr þeim," sagði Kristbjörg Sara. "Það er margt svipað með þeim og hundum og annað sem svipar til katta. Þær þurfa til dæmis að kynnast fólki og samþykkja það áður en hægt er að taka þær upp. Þá þefa þær af viðkomandi og viðurkenna hann. Ég er með þær allar á gólfinu hjá mér núna. Ef ég kalla í þær þá koma þær þjótandi. Þær eru miklar félagsverur, skemmtilegar og forvitnar." Kristbjörg Sara sagði að það þurfi að gefa rottunum góðan tíma á degi hverjum. "Þær eru svo rosalega klárar, að þær þurfa talsverða örvun. Þess vegna er gott að hafa tvær saman, af sama kyni auðvitað, svo þær fái félagsskap hvor af annarri. Ég hleypi þeim út í klukkutíma, einn og hálfan á dag. Svo eru þær hlaupandi innan á mér og leika sér þegar ég er að horfa á sjónvarp." Rottukallarnir geta orðið um 600 grömm að þyngd, en kerlingarnar nær helmingi léttari. Rotturnar hafa skýra goggunarröð í sínum hópi. Kristbjörg Sara sagði það greinilegt hvaða rotta væri "svölust" og hefði forystuna fyrir hópnum. Þá væru rotturnar mjög ólíkar í sér. Hún sagði mikla eftirspurn eftir rottuungum, sem hún kvaðst selja á 2 - 3000 krónur stykkið. Hún hefði getað selt mun fleiri en þessa þrettán.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira