Viðskipti innlent

Hagvöxtur eykst

Útlit er fyrir að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hafi verið myndarlegur samkvæmt Morgunkorni Íslandsbanka. Aukning einkaneyslu og áframhaldandi stóriðjuframkvæmdir stuðluðu meðal annars að því. Aukinn viðskiptahalli dró hins vegar úr hagvextinum.

Líklegt er að vöxtur landsframleiðslu á þriðja ársfjórðungi í fyrra hafi verið jafnmikill eða meiri en á öðrum ársfjórðungi sem þá mældist 7 prósent. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að í heild verði hagvöxtur ársins 2005 ríflega 6 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×