Sport

Silja önnur í 400 m grindahlaupi

Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, varð í 2. sæti í undanrásum í 400 metra grindahlaupi á bandaríska háskólamótinu í frjálsum íþróttum í Tallahassie í Flórída í gærkvöldi. Silja hljóp á 58,26 sekúndum en bestum tíma náði Dominque Darden, 57,69 sekúndur. Silja keppir í úrslitum í kvöld. Silja náði sér ekki á strik í 100 metra hlaupinu og varð í 14. sæti á 14,02 sekúndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×