Sport

Blikar með fullt hús í 1. deild

Fimmta umferð 1. deildar karla í fótbolta hófst í gærkvöldi með 2 leikjum. Víkingur Reykjavík vann 1-0 sigur á HK í baráttunni um Fossvog en það var Elmar Dan Sigþórsson sem skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu. Þá vann topplið Breiðabliks 3-0 sigur á Víkingi frá Ólafsvík með mörkum Olgeirs Sigurgeirssonar, Ellerts Hreinssonar og Ragnars Heimirs Gunnarssonar. Breiðablik er efst með fullt hús stiga eða 15 stig en Víkingur Reykjavík er í 2. sæti með 11 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×