Veitt of mikið fyrir 30 árum 17. nóvember 2005 05:00 Leiðari Fréttablaðsins þann 10. nóvember endurómar fullyrðingar Hafró um að veitt hafi verið umfram ráðgjöf í 30 ár. Nokkurs konar uppsafnaður vandi stjórnmálamanna og gráðugra sjómanna. Það er ekki hægt að líkja afrakstri fiskstofns við vexti á bankabók. Það eru mjög vafasöm fræði að hægt sé að geyma fisk um árabil í hafinu og láta hann vaxa. Vöxtur einstaklinga hlýtur að fara eftir fæðuframboði og fjölda einstaklinga sem eru í samkeppni um fæðuna. Þetta er álíka og ef að einhver bóndi léti sér detta í hug að slá annað hvort ár og fá sama heyfeng og slægi hann árlega. Ekki er bóndanum heldur straffað ef hann slær tvisvar, sprettan árið eftir verður sú sama, ef ekki meiri, minni sina og grasið tekur fyrr við sér. Þá myndi bóndanum þykja fjarstæðukennt að kenna afa sínum um lélega uppskeru, en gamli maðurinn var vanur að slá niður í rót. Það verður að skoða rök Hafró um umframveiði í þessu ljósi: Þeir kenna uppsafnaðri veiði umfram ráðleggingar, takið eftir umfram ráðleggingar, vera orsök minni þorskstofns nú. Í sjálfu sér er það alger líffræðileg della að rekja afrakstur Íslandsmiða nú út frá meintri umframveiði fyrir mörgum áratugum síðan. Miklu nær væri að líta til þeirra skilyrða sem nú eru í lífríkinu og samspils fæðuframboðs og vaxtar. Staðreynd málsins er hins vegar sú að 1983 lögðu þeir til að dregið yrði úr afla, frá 300 þúsund tonnum í 200 þúsund tonn til þess að koma í veg fyrir hrun þorskstofnsins, en aflinn hafði þá minnkað úr 480 þúsund tonnum 1981 eftir að farið hafði verið að ráðleggingum Hafró um stækkun möskva til að auka nýtingu stofnsins, leyfa fiskinum að vaxa eins og sagt var. Þegar ráðlegging um stækkun möskva hafði brugðist, vegna þess að fæðuframboðið stóð ekki undir aukinni friðun, fiskurinn léttist og féll úr hor, hljóðaði ráðgjöfin upp á frekari aflasamdrátt. Allir vita hvernig komið er, aflinn er um 200 þúsund tonn, nokkuð sem þótti arfaslakt þegar lagt var af stað með ráðgjöfina. Nú, 23 árum seinna, er nýjasta og frumlegasta ráðgjöfin: Veiða minna því of mikið hefur verið veitt undanfarin 30 ár! Haldinn er fundur þar sem valdir erlendir valinkunnir sérfræðingar eru látnir taka undir splunkunýja ráðgjöf sem er að veiða enn minna. Hvernig ætli fjárstofn og beitarlönd litu út hjá bónda sem hætti að slátra í nokkur ár? Ein röksemdin er sögð vera að hnignun "þorskstofnsins sé ekki sér íslenskt fyrirbrigði því víða er svipað ástand þorskstofna og hér, og sums staðar jafnvel mun verra". Hvernig væri að snúa röksemdafærslunni við og segja: Alls staðar þar sem reynt hefur verið að byggja upp þorskstofna með því að draga úr veiðum er niðurstaðan á einn veg: Afli hefur minnkað og stofnarnir mælast miklu minni en þegar lagt var af stað í uppbyggingu með friðun. Þetta á við um Norðursjóinn þar sem þorskafli er orðinn sáralítill, enda búið að farga flotanum, írska hafið þar sem afli hefur fallið úr 15 þúsund tonnum í 3 þúsund tonn eftir um 20 ára niðurskurð samkvæmt ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins og allir þekkja Kanadadæmið þar sem miðunum var lokað eftir nokkurra ára tilraunir með því að stunda sams konar kjörveiði, allt að ráðum fiskifræðinga. Í lokin er rétt að nefna ástand þorskstofnsins í Barentshafi, en þar hefur það verið reglan að um áratuga skeið hefur verið veitt langt umfram ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins og virðist sem þorskstofninn þar gefi gríðarlegan afla langt umfram væntingar og allar hrakspár. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Leiðari Fréttablaðsins þann 10. nóvember endurómar fullyrðingar Hafró um að veitt hafi verið umfram ráðgjöf í 30 ár. Nokkurs konar uppsafnaður vandi stjórnmálamanna og gráðugra sjómanna. Það er ekki hægt að líkja afrakstri fiskstofns við vexti á bankabók. Það eru mjög vafasöm fræði að hægt sé að geyma fisk um árabil í hafinu og láta hann vaxa. Vöxtur einstaklinga hlýtur að fara eftir fæðuframboði og fjölda einstaklinga sem eru í samkeppni um fæðuna. Þetta er álíka og ef að einhver bóndi léti sér detta í hug að slá annað hvort ár og fá sama heyfeng og slægi hann árlega. Ekki er bóndanum heldur straffað ef hann slær tvisvar, sprettan árið eftir verður sú sama, ef ekki meiri, minni sina og grasið tekur fyrr við sér. Þá myndi bóndanum þykja fjarstæðukennt að kenna afa sínum um lélega uppskeru, en gamli maðurinn var vanur að slá niður í rót. Það verður að skoða rök Hafró um umframveiði í þessu ljósi: Þeir kenna uppsafnaðri veiði umfram ráðleggingar, takið eftir umfram ráðleggingar, vera orsök minni þorskstofns nú. Í sjálfu sér er það alger líffræðileg della að rekja afrakstur Íslandsmiða nú út frá meintri umframveiði fyrir mörgum áratugum síðan. Miklu nær væri að líta til þeirra skilyrða sem nú eru í lífríkinu og samspils fæðuframboðs og vaxtar. Staðreynd málsins er hins vegar sú að 1983 lögðu þeir til að dregið yrði úr afla, frá 300 þúsund tonnum í 200 þúsund tonn til þess að koma í veg fyrir hrun þorskstofnsins, en aflinn hafði þá minnkað úr 480 þúsund tonnum 1981 eftir að farið hafði verið að ráðleggingum Hafró um stækkun möskva til að auka nýtingu stofnsins, leyfa fiskinum að vaxa eins og sagt var. Þegar ráðlegging um stækkun möskva hafði brugðist, vegna þess að fæðuframboðið stóð ekki undir aukinni friðun, fiskurinn léttist og féll úr hor, hljóðaði ráðgjöfin upp á frekari aflasamdrátt. Allir vita hvernig komið er, aflinn er um 200 þúsund tonn, nokkuð sem þótti arfaslakt þegar lagt var af stað með ráðgjöfina. Nú, 23 árum seinna, er nýjasta og frumlegasta ráðgjöfin: Veiða minna því of mikið hefur verið veitt undanfarin 30 ár! Haldinn er fundur þar sem valdir erlendir valinkunnir sérfræðingar eru látnir taka undir splunkunýja ráðgjöf sem er að veiða enn minna. Hvernig ætli fjárstofn og beitarlönd litu út hjá bónda sem hætti að slátra í nokkur ár? Ein röksemdin er sögð vera að hnignun "þorskstofnsins sé ekki sér íslenskt fyrirbrigði því víða er svipað ástand þorskstofna og hér, og sums staðar jafnvel mun verra". Hvernig væri að snúa röksemdafærslunni við og segja: Alls staðar þar sem reynt hefur verið að byggja upp þorskstofna með því að draga úr veiðum er niðurstaðan á einn veg: Afli hefur minnkað og stofnarnir mælast miklu minni en þegar lagt var af stað í uppbyggingu með friðun. Þetta á við um Norðursjóinn þar sem þorskafli er orðinn sáralítill, enda búið að farga flotanum, írska hafið þar sem afli hefur fallið úr 15 þúsund tonnum í 3 þúsund tonn eftir um 20 ára niðurskurð samkvæmt ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins og allir þekkja Kanadadæmið þar sem miðunum var lokað eftir nokkurra ára tilraunir með því að stunda sams konar kjörveiði, allt að ráðum fiskifræðinga. Í lokin er rétt að nefna ástand þorskstofnsins í Barentshafi, en þar hefur það verið reglan að um áratuga skeið hefur verið veitt langt umfram ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins og virðist sem þorskstofninn þar gefi gríðarlegan afla langt umfram væntingar og allar hrakspár. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun