Erlent

Bandaríkjamenn versluðu meira fyrir jólin en áður

Aukning er í jólaverslun í Bandaríkjunum en tölur um jólaverslun þar í landi voru birtar í Wall Street Journal í dag. Tölurnar benda til þess að aukning í jólverslun milli ára hafi verið 8,7% en þarna vegur þungt mikill vöxtur í sölu húsbúnaðar ásamt aukinni sókn bandarískra neytenda í raftæki á borð við sjónvörp, MP3 spilara og stafrænar myndavélar.

Þetta kemur fram í hálf fimm fréttum KB banka. En mest er aukningin í sölu húsbúnaðar eða 15%. Næst mest var aukning í sölu raftækja eða um 11% milli ára. Helsta ástæða aukningar í þeim flokki er lægra verð sjónvarpa og myndavéla, en einnig virðast neytendur nú vera að taka við sér og skipta yfir í flatskjái í auknum mæli. Sala á skartgripum dróst aftur á móti saman um 4,6% milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×