Sport

Valur í undanúrslit

Valur tryggði sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu þegar liðið lagði Fram 2-0. Sigþór Júlíusson og Einar Óli Þorvarðarson skoruðu mörk Vals. Atli Sveinn Þórarinsson og Grétar Sigfinnur Sigurðsson léku báðir sinn fyrsta leik með Val. Fylkir burstaði Fjölni með sex mörkum gegn einu og vann A-riðil með fullu húsi stiga. Helgi Valur Daníelsson skoraði tvö mörk fyrir Fylki og þeir Guðni Rúnar Helgason, Ólafur Júlíusson, Albert Ingason og Kjartan Breiðdal skoruðu eitt mark hver. Ragnar Sverrisson skoraði mark Fjölnis. Í undanúrslitum sem fara fram á sunnudag leika KR og Valur og Fylkir leikur gegn FH.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×