Erlent

Ökumaður sendibíls drepinn

Ökumaður sendibíls var skotinn til bana af lögreglunni í Bretlandi í morgun eftir að hafa ekið á móti umferð og ógnað lögreglumönnum í kjölfarið. Tilkynning barst um sendibíl sem ók á öfugum vegarhelmingi á þjóðbraut nærri Hull á Norður-Englandi. Vopnaðir lögreglumenn fóru á staðinn og fengu manninn til að stöðva bifreiðina. Hann steig þá út úr bifreiðinni og nálgaðist lögreglumennina á ógnandi hátt og greina fjölmiðlar frá því að hann hafi verið vopnaður sverði. Lögregluyfirvöld hafa þó ekki viljað staðfesta það. En eftir að hafa skotið viðvörunarskotum að manninum, án árangurs, skutu lögreglumennirnir manninn með þeim afleiðingum að hann lést á staðnum eftir misheppnaðar lífgunartilraunir. Ekki er vitað hvað manninum, sem var 26 ára gamall, gekk til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×