Erlent

Vilja hermenn frá Írak

Tugir þúsunda gengu um götur Lundúnaborgar í dag til að mótmæla innrásinni í Írak og krefjast þess að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kallaði breska hermenn heim frá landinu. Fólkið gekk frá Hyde Park og fram hjá bandaríska sendiráðinu en lauk ferð sinni á Trafalgar-torgi. Mótmælagangan er ein fjölmargra sem haldnar eru um heim allan, en í dag eru tvö ár síðan breskar og bandarískar hersveitir réðust inn í Írak. Gangan fór friðsamlega fram og samkvæmt lögreglu var enginn handtekinn í henni. Um 8600 breskir hermenn eru nú í Írak og lýsti Tony Blair því síðast yfir á miðvikudaginn var að bresk stjórnvöld hefðu ekki í hyggju að kalla herinn heim á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×