Erlent

Brotlenti í Viktoríuvatni

Flutningavél á vegum Ethiopian Airlines endaði í Viktoríuvatni þegar reynt var að lenda henni á flugvelli í Úganda í morgun. Fimm manna áhöfn vélarinnar slasaðist alvarlega í slysinu. Flugvélin, sem var að gerðinni Boeing 707, hafði þurft að hætta við lendingu í fyrstu tilraun vegna mikillar rigningar og í annarri tilraun tókst flugmanninum ekki að stöðva vélina á flugbrautinni þannig að hún fór út af henni og út í vatnið og brotnaði þar í nokkra hluta. Haft er eftir hjálparstarfsmanni á svæðinu að árlega brotlendi ein flugvél í þessu stærsta stöðuvatni Afríku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×