Sport

Chelsea ævintýri ísmannsins lokið

Jæja þá er Eiður Smári á leið í Bolton eða einhvers álíka liðs. Fimm ára ævintýri hans hjá stórliði Chelsea er lokið. Dapur endir á síðustu leiktíð, afleitt undirbúningstímabil, slakur fyrsti leikur þar sem honum var skipt útaf í hálfleik gegn Wigan og tilkoma Michael Essiens til liðsins þýðir einfaldlega að kappinn er á leiðinni frá Stamford Bridge. Eiður er dottinn í kuldann hjá félaga mínum José Mourinho. Nú þegar meistari Essien er mættur á svæðið ætlar José að henda Lamps fremst á miðjuna í stað Eiðs en Essien og Makka halda miðjunni fyrir aftan. Þá á Eiður ekki break í að komast upp á topp þar sem kóngarnir Crespo og Didi Drogba ráða ríkjum en þeir munu skipta því hlutverki með sér. Eiður mun þó hanga hjá Chelsea út þetta season. En hvert hann fer næsta sumar verður forvitnilegt. Gáfnaljósið hefur heimildir fyrir því að Tottenham vilji hann og þá er aldrei að vita nema Fergie sé til í að skoða ísmanninn. En ef ekkert af þessu gengur upp þá er Sammi alltaf til í að taka hann til Bolton. Sterkasta lið Chelsea í dag -------- Chech Paolo –Gallas – Terry – del Horno -------Essien – Makka --------- Lamps Robbo --------- Duffy ------ Crespo En áfram Eiður og vonandi slær  hann á þessar fregnir inni á vellinum. Hann hefur átt flottan feril hjá liðinu og er í dag leikjahæsti núverandi leikmaður liðsins. En ég er ansi hræddur um að ég hafi rétt fyrir mér því Gáfnaljósið hefur nánast alltaf rétt fyrir sér. Kveðja, Gafnaljósið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×