Viðskipti innlent

Hluthafar bíða boðunar

Stjórnir þessara félaga hafa fyrir sitt leyti samþykkt að skipta eignum Burðaráss á milli Landsbankans og Straums, sem mun heita Straumur - Burðarás Fjárfestingarbanki. Samþykktirnar voru þó með fyrirvara um samþykki hluthafa. Þar ráða stærstu eigendurnir mestu en alls eru tæplega tólf þúsund hluthafar í Landsbankanum og nítján þúsund hluthafar í Burðarási. Forsvarsmenn félaganna sögðu þegar samruninn var kynntur í byrjun ágúst síðastliðinn að stefnt væri að því að halda hluthafafundi í september. Ljóst er að fundirnir verða haldnir í seinni hluta næsta mánaðar gangi þær áætlanir eftir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×