Viðskipti innlent

Hagnaður SPRON 2,7 ma. fyrstu 9 mánuði ársins

MYND/Pjetur

Hagnaður SPRON fyrstu níu mánuði ársins nam rúmum 2.717 milljónum króna fyrir skatta en hann var 2.578 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hagnaður eftir skatta var 2.248 milljónir kr. og arðsemi eigin fjár var 51,5 prósent. Fram kemur í tilkynningu frá SPRON að hreinar rekstrartekjur á tímabilinu hafi verið 4.760 milljónir sem er um 5 prósenta aukning frá fyrra ári. Eigið fé sparisjóðsins jókst á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins um ríflega 58 prósent og var í lok september 9.196 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×