Erlent

Svíar bregðast við farsóttum

Svíþjóð Svíar ætla að koma sér upp verksmiðju til að framleiða efni til bólusetninga fyrir árið 2010. Verksmiðjan er hluti af viðbragðsáætlun Svía ef farsótt á borð við fuglaflensu brýst út. Ríkisstjórnin mun ræða við fulltrúa alþjóðlegra lyfjarisa um samstarf.

Á vefútgáfu Dagens Nyheter kemur fram að áætlað sé að verksmiðjan kosti um 10 milljarða sænskra króna og að ekki sé endanlega frágengið hversu mikið Svíar muni greiða og hvort aðrar þjóðir taki þátt í að byggja verksmiðjuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×