Viðskipti innlent

Breytingar á hluthafahópi Össurar

AB Industrivarden í Svíþjóð seldi í dag ríflega nítján prósenta hlut sinní hlutafé Össurar sem jafngildir 75 milljónum hluta og er andvirðir sölunnar um það bil sex oghálfur milljarður króna. Kaupendur eru William Demant Invest A/S í Danmörku, Eyrir Invest ehf. og Vik Investment Holding eignarhaldsfélag í eigu Jóns Sigurðssonar forstjóra Össurar. Eftir þessi viðskipti er William Demant Invest A/S stærsti hluthafi Össurar með 36,9% hlutafjár. Næst stærsti hluthafinn er Eyrir Invest ehf. með 14,6% hlut. Eyrir er að stærstum hluta í eigu feðganna Þórðar Magnússonar og Árna Odds Þórðarsonar. Þriðji stærsti hluthafinn með óbreyttan hlut er Mallard Holding eignarhaldsfélag í eigu Össurar Kristinssonar, stofnanda Össurar og fjölskyldu hans. Fjórði stærsti hluthafinn er Vik Investment Holding með 6,4% hlut.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×