Sport

Stephen Hendry bestur allra tíma

Stephen Hendry, sjöfaldur heimsmeistari í snóker, er besti snókerspilari allra tíma samkvæmt nýrri bók sem heitir Master of the Baize. Höfundar bókarinnar, Luke Williams og Paul Gadsby, telja að Hendry beri höfuð og herðar yfir aðra snókerspilara. Joe Davis er í öðru sæti og Steve Davis er í þriðja. "Fjölhæfni Hendry er undraverð og hann leikur best undir álagi," segja höfundar bókarinnar. Farið er um víðan völl í bókinni og mönnum t.a.m. gefin einkunn fyrir frammistöðu sína varðandi mismunandi tækniatriði íþróttarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×