Erlent

Kenna fluguveiði í barnaskóla

Grunnskólinn í Shrop-skíri í Englandi hefur tekið upp fluguveiði sem eina af skyldugreinunum í skólanum og er þar með fyrstur ríkisskóla í landinu til að setja þá iðju inn í námsskrána. Það eru nemendur á aldrinum ellefu til þrettán ára sem fá að sækja fluguveiðitíma, en kennarar telja að veiðinámið hafi jákvæð áhrif á krakkana og hjálpi þeim að þróa með sér eldmóð og ákafa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×