Sport

Arnar kominn á heimslista

Arnar Sigurðsson, tennisleikari úr Tennisfélagi Kópavogs, er kominn á heimslista atvinnumanna í einliðaleik, fyrstur íslendinga. Þeim áfanga náði hann eftir mót sem hann lék á í Kassel í Þýskalandi . Arnar vann þar alla leiki sína í forkeppninni og tókst þar með komast inn í aðalkeppnina. Í fyrstu umferðinni lagði hann Ástralann Junad Rameez í þremur settum og náði þar með í sitt fyrsta ATP-stig í einliðaleik. Í síðustu viku komust Arnar og Andri Jónsson, úr tennisdeild BK, í undanúrslit á tennismóti atvinnumanna í Trier í Þýskalandi og komust þar með á heimslistann í tvíliðaleik en þeir hlutu fjögur ATP-stig hvor. Arnar og Andri, sem báðir stunda háskólanám í Bandaríkjunum, halda til Dyflinnar á Írlandi þar sem þeir munu keppa fyrir Íslands hönd ásamt Davíð Halldórssyni og Raj Bonifacius á heimsmeistaramóti landsliða í tennis (Davis Cup).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×