Viðskipti innlent

Bakkavör segir upp hundrað

Hagræða í Bretlandi. Bakkvör hyggst fækka skrifstofufólki hjá fyrirtækinu og er það liður í hagræðingu í kjölfar kaupa á breska  matvælafyrirtækinu Geest.
Hagræða í Bretlandi. Bakkvör hyggst fækka skrifstofufólki hjá fyrirtækinu og er það liður í hagræðingu í kjölfar kaupa á breska matvælafyrirtækinu Geest.

Bakkavör Group hefur ákveðið að segja upp um hundrað starfsmönnum á skrifstofu félagsins í Bretlandi. Í tilkynningu til Kauphallarinnar í gær kemur fram að uppsagnirnar séu hluti af þeim aðgerðum félagsins að samþætta og hagræða í rekstri í kjölfar yfirtöku Bakkavarar á Geest Ltd.

Starfsfólkið, sem á von á uppsögn, vinnur á skrifstofu félagsins í Lincolnshire í Bretlandi en jafnframt er unnið að hagræðingu í verksmiðjum félagsins. Alls vinna um fjórtán þúsund manns hjá Bakkavör Group en markmið aðgerðanna er að auka skilvirkni og bæta arðsemi félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×