Sport

Habbó frá út tímabilið

Hafþór Ægir Villhjálmsson, eða Habbó eins og hann er ætíð kallaður, leikmaður ÍA í knattspyrnu handleggsbrotnaði í gær í leik gegn Val og mun því ekki leika meira með liðinu það sem eftir er af leiktíðinni. Hins vegar eru góðar fréttir af leikmannahópi Skagamanna. Bjarki Guðmundsson, markvörður liðsins mun leika með liðinu þá leiki sem eftir eru, að undanskildnum næsta leik en hann fékk rautt í gær og verður því í leikbanni. Bjarki sem er í námi í Bandaríkjunum, verður flogið í þá þrjá leiki sem Skaginn leikur eftir að hann verður farinn erlendis. Athygli vekur að "hjartað" í liði Skagamanna, þeir Reynir Leóson og Gunnlaugur Jónsson miðverðir eru báðir samningslausir að þessu tímabili loknu. Félagarnir hafa spilað saman í vörn Skagamanna í sex ár og eflaust munu Akurnesingar leggja ofurkapp á að halda þeim félögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×