Erlent

12% íbúa fyrir dómstóla

Búist er við að rúmlega tólf prósent íbúa Rúanda verði leidd fyrir héraðsdómstóla í landinu vegna þátttöku í þjóðarmorðinu árið 1994. Þetta er um ein milljón manna. Morðin hófust þegar leiðtogar ættbálks Hútúa ákváðu að útrýma ættbálki Tútsa. Talið er að a.m.k. 800 þúsund Tútsar hafi verið myrt í þessari helför. Einnig voru þúsundir hófsamra Hútúa myrtar fyrir að reyna að fela eða vernda nágranna sína og vini sem voru Tútsar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×