FH vann spræka Þróttara 12. júní 2005 00:01 FH er enn með fullt hús stiga eftir 3-1 sigur á Þrótti í gær. Sigurinn var ekki jafn öruggur og úrslitin gefa til kynna en Þróttarar léku einn sinn besta leik í sumar. Tryggvi Guðmundsson heldur áfram að bæta við mörkum enda greinilega enn heitur eftir landsleikinn. Hann skoraði tvö í gær og hefur nú alls skorað sjö – og ekki nema fimm leikir búnir. Það var svo varamaðurinn Jónas Grani Garðarsson sem minnti á sig með þriðja marki leiksins. Fyrra mark Tryggva var stórglæsilegt enda ekki á hverjum degi skorað með bakfallsspyrnu. Tryggvi smellhitti boltann sem sveif í markhornið fjær og kom Fjalar engum vörnum við. Markið kom á mjög góðum tíma fyrir heimamenn, fyrri hálfleikur var við það að klárast. Fram að því höfðu Þróttarar varist mjög vel enda þéttir fyrir gegn öflugri sóknarlínu FH-inga. Þeim tókst að beita einnig skæðum skyndisóknum framan af í leiknum en Auðun Helgason sá um að kæfa allar slíkar tilraunir í fæðingu. Besta færi FH-inga fyrir markið fékk Davíð Þór er hann skaut í stöngina. Þróttarar voru vel á tánum þrátt fyrir markið og tókst að refsa FH-ingum á 55. mínútu er Jozef Maruniak slapp fram hjá Tommy Nielsen og skoraði gott mark. Davíð Þór hefði átt að skora en lét verja frá sér þrátt fyrir ótrúlega gott marktækifæri. Í kjölfarið náði Jón Þorgrímur að renna knettinum yfir línuna en var dæmdur rangstæður eftir mikið þref. Leikurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var og voru gestirnir síst lakari aðilinn í leiknum. En umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um leikinn og skoraði Tryggvi örugglega úr vítinu. Þriðja markið kom fljótlega á eftir enda höfðu Þróttarar gefið alla von upp á bátinn. Sem fyrr sýna FH-ingar ekki sitt besta en tekst samt að innbyrða sigur. Það voru hættumerki á varnarleik liðsins en Auðun Helgason var þar alger yfirburðamaður og bjargaði sínum mönnum hvað eftir annað. Þróttarar sýndu að það ber ekki að afskrifa þá og með svona spilamennsku geta þeir staðið í hvaða liði sem er. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Sjá meira
FH er enn með fullt hús stiga eftir 3-1 sigur á Þrótti í gær. Sigurinn var ekki jafn öruggur og úrslitin gefa til kynna en Þróttarar léku einn sinn besta leik í sumar. Tryggvi Guðmundsson heldur áfram að bæta við mörkum enda greinilega enn heitur eftir landsleikinn. Hann skoraði tvö í gær og hefur nú alls skorað sjö – og ekki nema fimm leikir búnir. Það var svo varamaðurinn Jónas Grani Garðarsson sem minnti á sig með þriðja marki leiksins. Fyrra mark Tryggva var stórglæsilegt enda ekki á hverjum degi skorað með bakfallsspyrnu. Tryggvi smellhitti boltann sem sveif í markhornið fjær og kom Fjalar engum vörnum við. Markið kom á mjög góðum tíma fyrir heimamenn, fyrri hálfleikur var við það að klárast. Fram að því höfðu Þróttarar varist mjög vel enda þéttir fyrir gegn öflugri sóknarlínu FH-inga. Þeim tókst að beita einnig skæðum skyndisóknum framan af í leiknum en Auðun Helgason sá um að kæfa allar slíkar tilraunir í fæðingu. Besta færi FH-inga fyrir markið fékk Davíð Þór er hann skaut í stöngina. Þróttarar voru vel á tánum þrátt fyrir markið og tókst að refsa FH-ingum á 55. mínútu er Jozef Maruniak slapp fram hjá Tommy Nielsen og skoraði gott mark. Davíð Þór hefði átt að skora en lét verja frá sér þrátt fyrir ótrúlega gott marktækifæri. Í kjölfarið náði Jón Þorgrímur að renna knettinum yfir línuna en var dæmdur rangstæður eftir mikið þref. Leikurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var og voru gestirnir síst lakari aðilinn í leiknum. En umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um leikinn og skoraði Tryggvi örugglega úr vítinu. Þriðja markið kom fljótlega á eftir enda höfðu Þróttarar gefið alla von upp á bátinn. Sem fyrr sýna FH-ingar ekki sitt besta en tekst samt að innbyrða sigur. Það voru hættumerki á varnarleik liðsins en Auðun Helgason var þar alger yfirburðamaður og bjargaði sínum mönnum hvað eftir annað. Þróttarar sýndu að það ber ekki að afskrifa þá og með svona spilamennsku geta þeir staðið í hvaða liði sem er.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Sjá meira