Viðskipti innlent

Fimmtíu milljarða skuldabréfaútgáf

Skuldabréfaútgáfa í íslenskum krónum er nú komin í 53 milljarða frá því að hún hófst samkvæmt hálf-fimm fréttum KB banka. Austurríska ríkið stækkaði í gær skuldabréfaflokk sinn um þrjá milljarða króna og nemur samanlögð útgáfa austurríska ríkisins því níu milljörðum króna en daginn áður hafði Evrópski fjárfestingarbankinn bætt þremur milljörðum við sinn skuldabréfaflokk. Erlendir aðilar hafa leitt skuldabréfaútgáfuna en Íslandsbanki gaf í síðustu viku út bréf fyrir 2,5 milljarða og Kaupþing bættist í hópinn í gær og gaf út bréf fyrir 3 milljarða. Krónan styrktist í gær og lokagildi hennar var 104,9 stig. Sérfræðingar á gjaldeyrismarkaði sem Fréttablaðið ræddi við telja að enn sé svigrúm til skuldabréfaútgáfu og búast megi við frekari skuldabréfaútgáfu á næstunni. Erlendir aðilar hafa að undanförnu einnig herjað á markaði á Nýja-Sjálandi og Póllandi i leit að arðbærum skuldabréfaútgáfum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×