Auðun bestur í umferðum 1 til 6 20. júní 2005 00:01 Það er óhætt að segja að Auðun Helgason hafi stimplað sig inn í íslenska knattspyrnu með stæl í sumar. Hann gekk til liðs við FH fyrir tímabilið eftir farsælan atvinnumannaferil sem hófst árið 1997 er hann gekk í raðir svissneska liðsins Neuchatel. Auðun staldraði stutt við hjá félaginu því næsta vetur var hann kominn í raðir norska félagsins Viking, sem hann lék með til ársins 2000. Þá gekk Auðun í raðir belgíska félagins Lokeren en árið 2003 fór hann til sænska félagsins Landskrona og eftir tveggja ára dvöl hjá sænska félaginu lá leiðin heim til FH á ný. Auðun hefur leikið eins og hershöfðingi í vörn FH-liðsins og það er ekki síst honum að þakka að FH-liðið hefur aðeins fengið tvö mörk á sig í fyrstu sex leikjum Íslandsmótsins. Frammistaða Auðuns skilaði honum síðan sæti í íslenska landsliðinu gegn Möltu þar sem hann lék enn eina ferðina eins og kóngur og var ekki hægt að sjá að þar færi maður sem hefði ekki leikið með landsliðinu í háa herrans tíð. "Ég er mjög sáttur við mína spilamennsku og hversu vel við höfum náð saman í vörninni. Við erum varla að fá færi á okkur," sagði Auðun en hann tók sæti Sverris Garðarssonar í varnarlínu FH. Hann stökk nánast fullskapaður í það hlutverk og vart hægt að sjá að hann væri að leika með Tommy, Frey og Guðmundi í fyrsta skipti. Auðun kom til félagsins í janúar og hann segir það hafa hjálpað sér mikið. "Það sögðu tveir góðir menn við mig í vetur að margir sem kæmu heim hefðu átt erfitt uppdráttar og vöruðu mig við. Það var nokkuð mikið áfall að koma heim aftur og sem betur fer kom ég snemma svo ég gat aðlagast. Ég hafði mjög gott af því enda er eiginlega allt öðruvísi hér heima en úti. Ég meina þá umgjörð, leikstíll og auðvitað geta leikmanna. Ég var svolítið ryðgaður framan af og ég væri ekki að spila svona vel ef ég hefði komið rétt fyrir mót." Auðun fékk verðskuldað tækifæri með landsliðinu gegn Möltu eftir að hafa setið á varamannabekknum í nokkrum leikjum landsliðsins fyrr í riðlinum. Auðun segir að tækifærið hafi mátt koma fyrr. "Ég fer ekkert í grafgötur með að mér fannst ég eiga skilið að fá tækifæri fyrr því við vorum að tapa illa á þessum tíma. Ég horfði upp á þetta og mér fannst ég geta gert betur og ég lét þjálfarana vita af því. Það var ánægjulegt að vera tekinn óvænt inn og þar að auki treyst fyrir að stýra varnarleik liðsins. Ég er ekki orðinn of gamall fyrir landsliðið og ætla mér að spila fleiri leiki fyrir Ísland í framtíðinni," sagði hinn 31 árs gamli Auðun Helgason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Það er óhætt að segja að Auðun Helgason hafi stimplað sig inn í íslenska knattspyrnu með stæl í sumar. Hann gekk til liðs við FH fyrir tímabilið eftir farsælan atvinnumannaferil sem hófst árið 1997 er hann gekk í raðir svissneska liðsins Neuchatel. Auðun staldraði stutt við hjá félaginu því næsta vetur var hann kominn í raðir norska félagsins Viking, sem hann lék með til ársins 2000. Þá gekk Auðun í raðir belgíska félagins Lokeren en árið 2003 fór hann til sænska félagsins Landskrona og eftir tveggja ára dvöl hjá sænska félaginu lá leiðin heim til FH á ný. Auðun hefur leikið eins og hershöfðingi í vörn FH-liðsins og það er ekki síst honum að þakka að FH-liðið hefur aðeins fengið tvö mörk á sig í fyrstu sex leikjum Íslandsmótsins. Frammistaða Auðuns skilaði honum síðan sæti í íslenska landsliðinu gegn Möltu þar sem hann lék enn eina ferðina eins og kóngur og var ekki hægt að sjá að þar færi maður sem hefði ekki leikið með landsliðinu í háa herrans tíð. "Ég er mjög sáttur við mína spilamennsku og hversu vel við höfum náð saman í vörninni. Við erum varla að fá færi á okkur," sagði Auðun en hann tók sæti Sverris Garðarssonar í varnarlínu FH. Hann stökk nánast fullskapaður í það hlutverk og vart hægt að sjá að hann væri að leika með Tommy, Frey og Guðmundi í fyrsta skipti. Auðun kom til félagsins í janúar og hann segir það hafa hjálpað sér mikið. "Það sögðu tveir góðir menn við mig í vetur að margir sem kæmu heim hefðu átt erfitt uppdráttar og vöruðu mig við. Það var nokkuð mikið áfall að koma heim aftur og sem betur fer kom ég snemma svo ég gat aðlagast. Ég hafði mjög gott af því enda er eiginlega allt öðruvísi hér heima en úti. Ég meina þá umgjörð, leikstíll og auðvitað geta leikmanna. Ég var svolítið ryðgaður framan af og ég væri ekki að spila svona vel ef ég hefði komið rétt fyrir mót." Auðun fékk verðskuldað tækifæri með landsliðinu gegn Möltu eftir að hafa setið á varamannabekknum í nokkrum leikjum landsliðsins fyrr í riðlinum. Auðun segir að tækifærið hafi mátt koma fyrr. "Ég fer ekkert í grafgötur með að mér fannst ég eiga skilið að fá tækifæri fyrr því við vorum að tapa illa á þessum tíma. Ég horfði upp á þetta og mér fannst ég geta gert betur og ég lét þjálfarana vita af því. Það var ánægjulegt að vera tekinn óvænt inn og þar að auki treyst fyrir að stýra varnarleik liðsins. Ég er ekki orðinn of gamall fyrir landsliðið og ætla mér að spila fleiri leiki fyrir Ísland í framtíðinni," sagði hinn 31 árs gamli Auðun Helgason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira