Sport

Terry leikmaður ársins

John Terry, varnarmaður Chelsea, hefur verið útnefndur leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en það er enska knattspyrnusambandið sem stendur að valinu. Terry sló þar með félögum sínum hjá Chelsea Petr Cech og Frank Lampard við, en þeir voru einnig tilnefndir til verðlaunanna ásamt Andy Johnson hjá Crystal Palace, Thierry Henry hjá Arsenal og Steven Gerrard hjá Liverpool. "Það er frábært að vinna þessi verðlaun og það sem gerir þau sérstök er að það eru kollegar manns í deildinni sem standa að valinu. Þeir sjá mann vinna daginn út og daginn inn og á hljóta viðurkenningu þeirra er mjög sérstakt. Ég, Frank og Petr höfðum verið að vonast til þess að einhver okkar hlyti verðlaunin, en þau eru til marks um það hversu vel hefur gengið í vetur. Mig langar að nota þetta tækifæri til að þakka félögum mínum í liðinu, því án þeirra hefði ég aldrei hlotið þennan heiður," sagði Terry. Wayne Rooney var við sama tækifæri útnefndur besti ungi leikmaðurinn í deildinni, en hinn 19 ára gamli framherji hefur farið mikinn með liði Manchester United í vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×