Erlent

Genabanki býður prinsessubaun

Ef Margréti Danadrottingu skyldi vanta baun undir krónprinsessuna dönsku, Mary Donaldson, þá getur hún snúið sér til framkvæmdastjóra Norræna genabankans. Hann býður fram þessa aðstoð sína í grein í dagblaðinu Jyllands Posten í dag. Þar skrifar hann reyndar einnig um flest það sem Norræni genabankinn leggur af mörkum til þess að varðveita sérkenni og líffræðilegan fjölbreytileika. Það gerir bankinn m.a. með því að starfrækja fræbanka sem varðveitir erfðaefnin og nýlega voru norræn fræ einnig lögð inn í það sem seinna getur orðið Heimsgenabankinn á Svalbarða. Í greininni rekur framkvæmdastjórinn sögu Norræna genabankans frá upphafi - og notar ævintýrið um prinsessuna á bauninni sem fyrirmynd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×