Erlent

Vill hefja viðræður 2007

"Það verður mjög mikilvægt að hefja viðræður um samskiptin við Evrópusambandið árið 2007," sagði Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu. Hann sagði aðild að Evrópusambandinu mikilvægan valkost fyrir land sitt en hélt opnum þeim möguleika að samskiptin yrðu með öðrum hætti. "Markmiðið er að innleiða í Úkraínu nýja mælikvarða í lýðræðismálum, efnahagnum, félagsmálastefnunni og á fleiri sviðum," sagði Júsjenkó og bætti við. "Við skiljum að það hvenær Úkraína gerist aðili byggist á því hve snemma Úkraína stendur undir þessum mælikvörðum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×