Innlent

Borgarafundi frestað til kl. 21

Borgarafundi um jarðgöng milli lands og Eyja, sem halda átti í Vestmannaeyjum klukkan átta í kvöld, hefur verið frestað til klukkan níu. Frestunin er vegna leiks Íslands og Kúveits á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Túnis. Það er Árni Johnsen sem boðar til fundarins sem verður haldinn í Höllinni í Eyjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×