Viðskipti innlent

Verðmæti Iceland Express allt að tífalt hærra

MYND/Hari

Þrátt fyrir mikinn áhuga fjárfesta á flugfélaginu Iceland Express eru ekki hafnar formlegar viðræður við neinn en talið er að verðgildi félagsins hafi margfaldast á einu ári. KB banki á að annast söluna og þar á bæ er enn verið að safna gögnum til að geta metið félagið.

Í sumar þegar Pálmi Haraldssson og Jóhannes Kristinsson keyptu endanlega allt hlutafé í félaginu greiddu þeir fyrir það miðað við verðmatið ellefu hundruð milljónir króna. Viðskiptablaðið segist hafa fyrir því heimildir að nú sé það hins vegar metið á þrjá til fjóra milljarða króna og hefur verðgildi félagsins þá hátt í fjórfaldast á hálfu ári. Ef litð er lengra aftur í tímann þá keytpu Jóhannes og Pálmi 89 prósent í félaginu fyrir 250 milljónir fyrir um það bil ári. Miðað við þá tölu, og þá þrjá til fjóra milljarða sem Viðskiptablaðið nefnir, hefur verðmæti félagsins tífaldast á einu ári. Verðmætið er fólgið í viðskiptavild því félagið á engar fasteignir eða flugvélar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×