Sport

Scott á níu undir pari

Ástralinn Adam Scott lék á níu höggum undir pari á Johny Walker mótinu í golfi í Peking í morgun. Scott lék á 63 höggum og setti vallarmet. Scott hefur aðeins lokið 18 holum en þrír kylfingar eru jafnir honum á níu undir pari en þeir hafa leikið 36 holur. Þetta eru Svíinn Peter Hansson, Suður-Afríkumaðurinn Retif Goosen og Nýsjálendingurinn Michael Campbell. Vijay Singh hóf titilvörn sína með glæsibrag á Houston-mótinu í golfi í gær. Singh lék á 64 höggum eða átta undir pari. Hann jafnaði vallarmetið og hefur nauma forystu. Ástralarnir Gavin Coles og Brendan Jones eru einu höggi á eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×