Sport

Henry frá næstu tvo leiki

Thierry Henry mun missa af næstu tveimur leikjum Arsenal en vonast til að geta leikið í úrslitaleik ensku FA Cup bikarkeppninnar. Henry hefur átt við nárameiðsli að stríða og þarf á kraftaverki að halda til að ná sér í tæka tíð. "Við erum sennilega að tala um fjórar vikur en það eru gleðitíðindi að hann verði ekki meiddur lengur en það," sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. "Hann er liðinu okkar mikilvægur og ef við teljum okkur vera að taka áhættu, þá munum við frekar sleppa því heldur en að láta slag standa," sagði Wenger sem vildi meina að franska landsliðið hefði bætt of miklu álagi á Henry milli tímabila í enska boltanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×