Sport

Andy Todd sýknaður

Andy Todd, leikmaður Blackburn Rovers, er ekki sekur um ofbeldisfullt athæfi í gagnvart Robin van Persie hjá Arsenal og er því laus allra mála. Todd var gefið að sök að hafa gefið van Persie olnbogaskot í andlitið en hann neitaði ávallt sakargiftum og sagði höggið hafa verið slys. "Þetta hafa verið erfiðir dagar en núna réttlætið vann að lokum. Núna get ég einbeitt mér að Blackburn og hjálpa liðinu að klifra upp töfluna," sagði Todd. Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn, var létt að Todd skyldi sleppa með skrekkinn. "Við fögnum niðurskurði málsins sem fékk óblíðar móttökur fjölmiðla meðan á því stóð," sagði Hughes.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×