Sport

Barthez í þriggja mánaða mann

Fabien Barthez, markvörður franska liðsins Olympique Marseille, var í dag dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann fyrir að hrækja á dómara í vináttuleik milli Marseill og Casablanca sem fram fór í febrúar. Leikurinn var stoppaður þegar atvikið átti sér stað en samkvæmt franska knattspyrnusambandinu hefði Barthez geta fengið allt að eins árs refsingu. Fabien Barthez, sem er 33 ára gamall, á glæsilegan feril að baki sem markvörður og hefur m.a. unnið heimsmeistara- og Evróputitil með Frökkum síðan hann vann sér inn sæti í landsliðinu í maí 1994.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×