Sport

Frakkar súrir út í Breta

Borgarstjóri Parísar, Bertrand Delanoe, er bitur eftir að hafa tapað ólympíuleikunum 2012 til London. Hann sakar Lundúnahópinn sem sótti um leikana um að hafa ekki farið eftir settum reglum IOC, alþjóðaólympíunefndarinnar, fyrir atkvæðagreiðsluna. Delanoe kveðst hafa séð meðlimi nefndarinnar ganga inn og út um dyrnar á hótelsvítu Tony Blair forsætisráðherra í Singapore þar sem atkvæðagreiðslan fór fram á miðvikudaginn sl. "Nefndarmeðlimir IOC vita að Blair skrifaði þeim og bað um fund. Í reglum segir að samskipti þessara aðila megi aðeins vera óformleg. Þetta er andstætt reglunum. Ég sá mennina kom út úr svítu Blair." sagði franski borgarstjórinn við fjölmiðla í dag. Þá benti Delanoe á annan óheiðarlegan leik Bretanna sem helgina fyrir kjörið létu hafa eftir sér að Stade de France, þjóðarleikvangur Frakka væri ekki vel fallinn til þess að halda frjálsíþróttamót. Í reglum IOC segir að umsóknarhópur megi ekki tjá sig um umsóknir keppinauta sinna en Frakkarnir ákváðu á síðustu stundu að leggja ekki fram formlega kvörtun vegna ummælanna. London vann kosninguna afar naumlega eða með 54 atkvæðum gegn 50.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×