Sport

Óvissa með Kekic

Óvíst er hvort Sinisa Kekic, fyrirliði Grindavíkur geti leikið með liði sínu gegn Fram á sunnudag í hálfgerðum úrslitaleik um það hvort Grindavík falli eða ekki úr Landsbankadeild karla. Kekic er mjög bólginn á ökkla og aðeins helmingslíkur að hann nái sér í tæka tíð" sagði Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur í samtali við Vísi. Grindvíkingar hafa tapað öllum seinustu tíu leikjum sem Kekic hefur misst úr frá árinu 2001, þar á meðal síðustu teimur leikjum. Grindavík er eina liðið í íslenskri knattspyrnu sem aldrei hefur fallið úr efstu deild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×