Sport

Hjörvar hetja Blika

Hjörvar Hafliðason var hetja Breiðabliks er liðið sigraði FH eftir vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum Deildabikarsins. Hjörvar gerði sér lítið fyrir og varði tvær spyrnur í vítaspyrnukeppninni sem Blikar unnu 4-2, og 7-5 samanlagt. Olgeir Sigurgeirsson kom Blikum yfir með marki úr vítaspyrnu á 14. mínútu og Ellert Hreinsson bætti öðru marki við fjórum mínútum síðar og Blikar komnir í þægilega stöðu. Tryggvi Guðmundsson minnkaði muninn sjö mínútum fyrir leikhlé með marki úr vítaspyrnu og hann var síðan aftur á ferðinni á 56. mínútu og staðan 2-2 eftir venjulegan leiktíma. Strax á þriðju mínútu framlengingar skoraði Ásgeir Gunnar fyrir Blika en á 108. mínútu jafnaði Birgir Hrafn Birgisson og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar var Hjörvar hetja Blika eins og áður sagði. Blikar mæta KR-ingum í undanúrslitum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×