Viðskipti innlent

Kaupa erlent verðbréfafyrirtæki

Landsbanki Íslands hf. hefur náð samkomulagi um kaup á Kepler Equities SA. Kepler er evrópskt verðbréfafyrirtæki sem áður starfaði undir nafninu Julius Bär Brokerage. Í fyrstu mun Landsbankinn kaupa 81% hlut í Kepler fyrir €76,1 milljón (ISK 5,8 milljarða) en heildarverðmæti Kepler í viðskiptunum er €94 milljónir (ISK 7,2 milljarðar). Landsbankinn mun á næstu 5 árum kaupa þá hluti sem eftir standa (19%), sem nú eru í eigu stjórnenda og starfsmanna, samkvæmt árangurstengdum kaupréttarsamningum.   Erlend starfsemi Landsbankans eykst umtalsvert við kaupin á Kepler Equities og munu tekjur utan Íslands nema yfir 25% af heildartekjum bankans og þjónustutekjur hans aukast um 33%.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×