Viðskipti innlent

Bangsar fallast í faðma

Bangsar til sölu. Baugur Group á í viðræðum við Build-A-Bear um sölu á Bear Factory.
Bangsar til sölu. Baugur Group á í viðræðum við Build-A-Bear um sölu á Bear Factory.

Bandaríska bangsabúðin Build-A-Bear á í viðræðum við Baug um að kaupa Bear Factory fyrir um 2,8 milljarða króna og sameina fyrirtækin eftir því sem fram kemur í The Times. Baugur eignaðist Bear Factory í júlí árið 2003 við kaupin á Hamleys leikfangabúðakeðjunni bresku.

Ætlunin var að færa út kvíarnar með sölu sérleyfa til annarra landa en það hefur ekki gengið og hefur versluninni á Írlandi verið lokað. Bear Factory rekur um 30 verslanir og veltir um 2,8 milljörðum króna. Fyrirtækin áttu í deilum þar sem Build-A-Bear sakaði Bear Factory um að stæla sína ímynd. Leyst var úr ágreiningnum fyrir utan dómsstóla. Bandaríska keðjan rekur nokkrar verslanir á Bretlandi í samkeppni við Bear Factory en vill styrkja stöðu sína á Bretlandseyjum með þessum kaupum. Fyrirtækið hefur vaxið hratt síðan það var stofnað árið 1997 og rekur nú 300 verslanir um allan heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×