Viðskipti innlent

Yfirtaka Atorku er ekki óvinsamleg

Tilboð í Jarðboranir. Stjórn Jarðborana ætlar ekki að gefa út álit sitt á yfirtökutilboði frá Atorku Group.
Tilboð í Jarðboranir. Stjórn Jarðborana ætlar ekki að gefa út álit sitt á yfirtökutilboði frá Atorku Group.

"Við lítum ekki á þetta sem óvinsamlega yfirtöku. Atorka hefur verið stærsti hluthafinn í Jarðborunum um nokkurt skeið og því var viðbúið að það færi þessa leið," segir Guðmundur Þóroddsson, stjórnarformaður Jarðborana, spurður um álit stjórnar félagsins til yfirtökutilboðs Atorku Group í hlutabréf annarra hluthafa Jarðborana.

Atorka Group hefur lagt fram formlegt yfirtökutilboð í Jarðboranir eftir að hafa tryggt sér yfir 56 prósent hlutafjár. Hluthöfum í Jarðborunum býðst að skipta bréfum sínum út á genginu 25 fyrir bréf í Atorku á genginu sex. Þegar Atorka tryggði sér meirihluta hlutafjár þá greiddi fyrirtækið það verð sem í boði er nú.

Guðmundur segir að stjórnin hafi ekki leitað út fyrir fyrirtækið til að fá óháð verðmat á Jarðborunum. Eins og greint hefur verið frá mælir greiningardeild KB banka ekki með því að hluthafar í Jarðborunum gangi að tilboði Atorku þar sem verðmæti Jarðborana sé nokkuð hærra en felist í tilboðinu eða 31 króna á hlut.

"Þetta er hæsta verð sem hefur fengist fyrir bréfin. Það hefur enginn annar gefið sig fram til að bjóða betur," segir Guðmundur. Atorka ætlar að afskrá Jarðboranir úr Kauphöllinni í kjölfar yfirtökunnar. Tilboðið rennur út þann 16. janúar á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×