Sport

Sundfólkið mjög sigursælt

Íslenska sundfólkið var mjög sigursælt á öðrum degi Smáþjóðaleikanna í Andorra en Ísland vann alls til þrettán verðlauna í sundlauginni í gær.  Fimm af þessum verðlaun voru gull og þar af unnu þær Anja Ríkey Jakobsdóttir úr Ægi og Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB sín önnur gullverðlaun á leikunum. Anja Ríkey vann gull í 100 metra baksundi og var nálægt Íslandsmeti sínu en hún vann 200 metra baksundið í gær og er því óumdeilanlega baksundsdrottning leikanna. Erla Dögg vann sigur í 100 metra bringusundi í gær en hún vann 200 metra fjórsund í fyrradag. Auk þeirra unnu gull þau Jakob Jóhann Sveinsson (100 metra bringa), Sigrún Brá Sverrisdóttir (400 metra skrið) og Hjörtur Reynisson (100 metra flugsund). Ísland á tvo keppendur á palli í fimm af átta greinum í gær og þar af vannst tvöfaldur sigur í 100 metra bringusundi því þar kom Árni Már Árnason í öðru sæti á eftir Jakobi Jóhanni. Íslenska karlalandsliðið í borðtennis, skipað þeim Guðmundi Stephensen og Adam Harðarsyni, vann brons í liðakeppni og þá komst Arnar Sigurðsson í undanúrslit einliðaleiks karla í tennis. Körfuboltalandsliðin byrjar leikanna líka vel. Stelpurnar unnu sinn annan stórsigur í röð, 88-50 á liði Möltu, en í gær unnu þær heimastúlkur í Andorra 71-29. Íslensku stelpurnar leika til úrslita á mótinu á morgun, við Lúxemborg. Alda Leif Jónsdóttir var stigahæst í gær með 20 stig en Signý Hermannsdóttir bætti við 14 stigum. Karlaliðið vann 30 stiga sigur á heimamönnum í Andorra, 107-77, í sínum fyrsta leik. Hlynur Bæringsson skoraði mest, 22 stig, og Magnús Þór Gunnarsson bætti við 20 stigum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×