Fækkun erlendra leikmanna 1. maí 2005 00:01 Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fór fram á Ísafirði um helgina þar sem ýmsar breytingar litu dagsins ljós. Þar bar hæst að erlendum leikmönnum utan Evrópusamandsins EES var fækkað úr tveimur í einn á hvert lið. Í samræmi við það var launaþak liðanna lækkað úr 500 þúsund krónum á mánuði í 400 þúsund krónur. Leikmaður utan Evrópu má ekki kosta meira en 200 þúsund á mánuði, áður 300 þúsund. Guðbjörg Norðfjörð, Hannes S. Jónsson og Jón Halldórsson voru kosin í stjórn næstu tveggja ára en Hrannar Hólm, Guðjón Þorsteinsson og Örvar Kristjánsson í varastjórn. Þá var Guðjón Þorsteinsson sæmdur Gullmerki KKÍ og ÍSÍ fyrir sín störf í þágu körfuboltans. "Svona lítil merki er það eina sem fólk þarf að gera til að gleðja vitleysing eins og mig. Svona klapp á bakið gerir mann bara staðfastari í sinni trú og starfi," sagði Guðjón, kampakátur eftir þingið. "Þetta var stórkostlegt þing enda ekki við öðru að búast þegar svona er haldið á Ísafirði, sjálfri höfuðborginni," bætti Guðjón við hlæjandi. Fleiri spennandi einvígi Að sögn Guðjóns var mætingin á þingið framar öllum vonum. "Það voru 63 þingfulltrúar sem er stórkostlegt. Fólk hefur svo mikið talað um hvað sé dýrt að fara til Ísafjarðar en þessir aðilar voru greinilega ekkert á því." Guðjón sagði að fækkun leikmanna utan EES-sambandsins væri mikið framfaraskref. Sjálfur átti hann ekki von á að deildin myndi fyllast af leikmönnum innan EES. "Ég held einfaldlega að fólk þori það ekki. Hingað til hefur frammistaða Bosman-leikmanna á Íslandi verið fremur slök. Svo má ekki gleyma að þeir eru geta orðið mjög dýrir. Ég held að þetta verði til þess að menn fái sér betri kana og spili meira á eigin mannskap." Fólk má, að mati Guðjóns, eiga von á að staðall bandarískra leikmanna sem rata hingað til lands muni hækka. "Þetta gæti orðið eins og í gamla daga þegar menn fengu að sjá einvígi tveggja frábærra Bandaríkjamanna. Þá mátti sjá menn á borð við David Bevis og Rondey Robinson sem leiddi af sér öflugar rimmur leikmanna á milli. Á þessum tíma þurftu menn einnig að treysta betur á leikmenn innlendra leikmanna. Fólk stóð upp og klappaði þegar þetta var kunngjört enda er þetta mikið framfaraskref fyrir íslenskan körfubolta." Körfubolti Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fór fram á Ísafirði um helgina þar sem ýmsar breytingar litu dagsins ljós. Þar bar hæst að erlendum leikmönnum utan Evrópusamandsins EES var fækkað úr tveimur í einn á hvert lið. Í samræmi við það var launaþak liðanna lækkað úr 500 þúsund krónum á mánuði í 400 þúsund krónur. Leikmaður utan Evrópu má ekki kosta meira en 200 þúsund á mánuði, áður 300 þúsund. Guðbjörg Norðfjörð, Hannes S. Jónsson og Jón Halldórsson voru kosin í stjórn næstu tveggja ára en Hrannar Hólm, Guðjón Þorsteinsson og Örvar Kristjánsson í varastjórn. Þá var Guðjón Þorsteinsson sæmdur Gullmerki KKÍ og ÍSÍ fyrir sín störf í þágu körfuboltans. "Svona lítil merki er það eina sem fólk þarf að gera til að gleðja vitleysing eins og mig. Svona klapp á bakið gerir mann bara staðfastari í sinni trú og starfi," sagði Guðjón, kampakátur eftir þingið. "Þetta var stórkostlegt þing enda ekki við öðru að búast þegar svona er haldið á Ísafirði, sjálfri höfuðborginni," bætti Guðjón við hlæjandi. Fleiri spennandi einvígi Að sögn Guðjóns var mætingin á þingið framar öllum vonum. "Það voru 63 þingfulltrúar sem er stórkostlegt. Fólk hefur svo mikið talað um hvað sé dýrt að fara til Ísafjarðar en þessir aðilar voru greinilega ekkert á því." Guðjón sagði að fækkun leikmanna utan EES-sambandsins væri mikið framfaraskref. Sjálfur átti hann ekki von á að deildin myndi fyllast af leikmönnum innan EES. "Ég held einfaldlega að fólk þori það ekki. Hingað til hefur frammistaða Bosman-leikmanna á Íslandi verið fremur slök. Svo má ekki gleyma að þeir eru geta orðið mjög dýrir. Ég held að þetta verði til þess að menn fái sér betri kana og spili meira á eigin mannskap." Fólk má, að mati Guðjóns, eiga von á að staðall bandarískra leikmanna sem rata hingað til lands muni hækka. "Þetta gæti orðið eins og í gamla daga þegar menn fengu að sjá einvígi tveggja frábærra Bandaríkjamanna. Þá mátti sjá menn á borð við David Bevis og Rondey Robinson sem leiddi af sér öflugar rimmur leikmanna á milli. Á þessum tíma þurftu menn einnig að treysta betur á leikmenn innlendra leikmanna. Fólk stóð upp og klappaði þegar þetta var kunngjört enda er þetta mikið framfaraskref fyrir íslenskan körfubolta."
Körfubolti Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira