Innlent

Mafían með innflutning vinnuafls?

Grunur leikur á að mafían í Eystrasaltslöndunum standi að innflutningi á erlendu vinnuafli hingað til lands. Alþýðusamband Íslands kynnti í dag átak til að sporna gegn ólöglegri atvinnustarfsemi og íhugar að birta nöfn fyrirtækja sem brjóta gegn erlendu verkafólki opinberlega. Alþýðusambandið stendur að átakinu með flestum aðildarfélögum sínum. Áhersla verður lögð á að upplýsa erlent verkafólk um réttindi sín og atvinnurekendur um skyldur sínar gagnvart verkafólkinu. Gefnir verða út bæklingar á níu tungumálum fyrir erlent verkafólk og ráðnir hafa verið tveir starfsmenn sem munu starfa að verkefninu. Og nú þegar hafa borist kvartanir um ólöglega meðferð á erlendu verkafólki til ASÍ. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að brot fyrirtækja gagnvart erlendu vinnuafli verði tilkynnt til viðkomandi eftirlitsstofnana eða jafnvel lögreglunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×