Viðskipti innlent

Stærsti banki í heimi

Næststærsti banki Japans, Mitsubishi Tokyo, mun taka yfir fjórða stærsta banka landsins, UJF Holdings, og verður þar með til stærsti banki í heimi ef miðað er við eignir. Eignir nýja bankans eru metnar á um 1.700 milljarða Bandaríkjadala og eru þar með orðnar meiri en hjá bandaríska fjármálarisanum Citigroup. UJF hafði reyndar skilað tapi fjögur ár í röð og verið sektað af yfirvöldum fyrir slæma viðskiptahætti. Forseti bankans, Ryosuke Tamakashi, baðst afsökunar á hluthafafundi og sagði sameininguna við Mitsubishi besta kostinn í stöðunni: "Viðræður hafa gengið eins og smurðar og sameining bankanna er öllum fyrir bestu. Hluthafar samþykktu að lokum yfirtökuna eftir að hafa gagnrýnt Tamakashi harðlega á þriggja klukkustunda löngum fundinum. Ekki gekk eins erfiðlega að fá samþykki hluthafa í Mitsubishi, enda hefur bankanum gengið öllu betur undanfarin misseri. Nýi bankinn mun bera nafnið MUFG.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×