Erlent

60 manns fórust í moskubruna

Í það minnsta sextíu manns fórust í eldsvoða í mosku í Tehran í fyrrakvöld og slösuðust 350 til viðbótar. Öngþveiti greip um sig þegar eldurinn kom upp og létust margir þegar múgurinn traðkaði ofan á liggjandi fólki. Talið er að kviknað hafi í út frá olíuhitara sem var staðsettur of nálægt tjaldi sem notað var til að skilja að karla og konur. Khameini erkiklerkur og Khatami forseti Írans hafa sent ættingjum hinna látnu samúðarkveðjur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×